top of page
Um okkur

A2F arkitektar, Gríma Arkitektar og Tendra arkitektar hafa tekið höndum saman og stofnað Brokkr sem ætlað er að halda utan um stærri samstarfsverkefni stofanna.

 

Eigendur og starfsfólk þessara fyrirtækja hafa starfað saman að ýmsum verkefnum í gegnum árin og búa yfir mikilli reynslu á sviði mannvirkjagerðar og skipulags, á Íslandi, í Noregi, Skotlandi og Þýskalandi.​ Í hópnum eru arkitektar, innanhússarkitektar, byggingafræðingar og grafískur hönnuður. Í dag erum við 20 talsins.

Við höfum hannað leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, sundlaugar, íþróttahús, hjúkrunarheimili, skrifstofuhúsnæði, verslanir, baðstaði, menningarmiðstöðvar, fjölbýlishús, sérbýli, hótel, sýningar, borgarrými, garða og stýrt endurgerð og breytingum á gömlum byggingum. Við höfum séð um gerð skipulagstillagna, notendagreininga og stefnumörkunar á byggðu umhverfi. Við höfum tekið þátt í ýmiss konar þróunarverkefnum, hönnunarsýningum og málþingum og stundað kennslu á ýmsum sviðum hönnunar. Jafnframt sinnum við verkefna- og hönnunarstjórn.

unnamed.jpeg

Á undanförnum árum höfum við komið að hönnun ýmissa skrifstofubygginga, hvort sem er nýbygginga eða gagngerra endurbóta á eldri skrifstofubyggingum, jafnt á Íslandi og í Noregi.

Við höfum unnið til fjölmargra verðlauna, m.a. verið tilnefnd tvisvar sinnum til Mies van der Rohe verðlaunanna fyrir Íslands hönd.

Hver staður hefur sín sérkenni, hver viðskiptavinur hefur sínar þarfir og markmið verkefna eru ólík. Þessir þættir endurspeglast í hönnun okkar og stuðla sífellt að nýjum og breytilegum lausnum. Við nálgumst hvert verkefni af kostgæfni og í nánu samstarfi við verkkaupa, með það að leiðarljósi að tryggja hæstu gæði og skapa umhverfi og/eða byggingar sem uppfylla væntingar þeirra og eru í takt við þeirra vegferð.

Einn af okkar kostum eru stuttar boðleiðir og einfalt stjórnskipulag. Þannig er það tryggt að niðurstöður funda rata beint inn í verkefnin. Það dregur úr sóun, misskilningi og styttir leiðina að endanlegu markmiði.

Við störfum skv. viðurkenndu gæðastjórnunarkerfi. Höfum tileinkað okkur BIM aðferðafræði og notum til þess Revit. Til þróunar- og greiningarvinnu notum við Spacemaker ásamt öðrum forritum. Við leggjum ríka áherslu á að draga úr umhverfisáhrifum bygginga og leitumst við að nota umhverfisvænar lausnir í allri okkar hönnun. Við erum vel kunnug BREEAM umhverfisvottunarkerfinu og höfum hannað opinberar byggingar og skrifstofubyggingar skv. því. Jafnframt höfum við hannað Svansvottuð hús.

Verk
Hafa samband
bottom of page